![Hér mætast húsgögn eftir fræga hönnuði.]()
MP banki og Straumur sameinuðust undir merkjum Kviku í júní síðastliðnum. Í tilefni þessa kynnti bankinn nýtt útlit sem nær allt frá nýju merki yfir í innréttingar nýrra höfuðstöðva bankans í Borgartúni. Það er óhætt að segja að hönnunin hafi vakið athygli enda glæsileg í alla staði – þar sem klassískt og fágað útlit fær að njóta sín með nýstárlegu yfirbragði.