![Anna í Kraum sá um að innrétta nýja húsnæðið ásamt starfsfólki Kraum.]()
Verslunin Kraum var nýverið flutt úr Aðalstræti yfir í kjallarahúsnæði í Bankastræti. Nýja húsnæðið er gjörólíkt því gamla og kallaði því á miklar breytingar. Anna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kraum, sá um hugmyndavinnu og hönnun nýja húsnæðisins ásamt starfsfólki Kraum. Í Heimilis- og hönnunarblaði Morgunblaðsins sem kemur út á föstudaginn verður að finna viðtal við Önnu um nýja húsnæðið.