![Grái liturinn í stofunni kemur vel út. Hægt er að labba út á svalir úr stofunni.]()
Við sundlaugina á Akureyri stendur afar sjarmerandi íbúð. Búið er að gera íbúðina ákaflega vistlega með vali á fallegum húsögnum og litum á veggjunum. Margrét Jónsdóttir leirlistakona átti íbúðina einu sinni og flísalagði baðherbergið með handgerðum flísum eftir sjálfa sig.