![Fjóla og Sveinbjörg.]()
Hönnuðurinn Sveinbjörg Hallgrímsdóttir hefur hingað til hannað og selt vörur sínar undir merkinu Sveinbjörg en nú eru miklar breytingar í vændum. Starfsemi fyrirtækisins er að breytast þannig að nýir hönnuðir fá tækifæri til að koma hönnun sinni á framfæri í gegnum fyrirtækið en fyrirkomulagið minnir á þekkt skandínavísk hönnunarfyrirtæki.