![Íbúðin er 650 fermetrar.]()
Venjulega kostar nóttin 1,1 milljón króna en þau Kim Kardashian og Kanye West fengu að dvelja í 650 fermetra íbúðinni endurgjaldslaust, allt í boði Airbnb. Um glæsilega þakíbúð í Manhattan er að ræða. Íbúðin hefur að geyma fimm svefnherbergi, sex baðherbergi, líkamsræktarstöð, þaksundlaug og annan lúxus.