![Herbergið hennar Emblu er aldeilis fallegt.]()
„Þegar ég var barn var alltaf fínt í herberginu mínu og mikil röð og regla á hlutunum. Ég sé þessa eiginleika svolítið í dóttur minni núna sem vill hafa allt á hreinu en það kemur reyndar frá báðum foreldrum,“ segir Hafdís Hilmarsdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum í Horsens í Danmörku. Við fengum að kíkja inn í barnaherbergið á heimilinu sem hefur mikið verið lagt í.