![]()
Við Kársnesbraut í Kópavogi stendur einstakt einbýli sem byggt var 1965. Húsið er 278 fm að stærð og ákaflega vel við haldið. Upprunalegar innréttingar prýða húseignina og er tekk áberandi. Það eru til dæmis tekk innihurðir og líka tekk í eldhúsinnréttingunni sem mætir formæka, sem var vinsælt efni hér á árum áður.