![Takið eftir flísunum á gólfinu og dökku loftunum. Þetta tónar mjög vel saman.]()
Við Haukanes í Arnarnesinu stendur glæsilegt einbýlishús á sjávarlóð. Húsið var byggt 1979 og er 385 fm að stærð. Búið er að skipta um eldhús en það sem vekur athygli er að dökkar flísar prýða gólfið sem setja svip sinn á stofuna og eldhúsið. Flísarnar tóna vel við dökka litinn á loftunum.