![Erla Sólveig Óskarsdóttir.]()
Húsgagnahönnuðurinn Erla Sólveig Óskarsdóttir sló í gegn með stólinn Dreka 1996 en hann hlaut Red Dot-verðlaunin. Seinna var stóllinn apaður eftir af Kínverjum sem hafði slæmar afleiðingar. Nú, rúmlega 20 árum síðar, er hún búin að gera upp gamalt hús en á dögunum opnaði hún stúdíóið KIMI. Stúdíóið er staðsett á Frakkastíg 14 en þar sýnir hún húsgögn sín ásamt því að vera með vinnustofu.