![]()
Tónlistarmaðurinn Úlfur Eldjárn og kona hans Sara María Skúladóttir, textílhönnuður og klæðskeri, hafa sett húsið sitt á sölu. Þetta er eitt af fallegu gömlu bárujárnshúsunum í gamla vesturbænum, hús sem var byggt 1904 en endurnýjað og flutt á nýjan grunn árið 1980 - þar sem það stendur nú við Vesturgötu 27B. Þetta er algjört draumahús fyrir þá sem kunna að meta sígilda fegurð og góðan anda.