![]()
IKEA gefur á næstunni út IKEA Place, nýtt app sem gerir fólki kleift að stilla húsgögnum upp á heimilinu með AR (Augmented reality) tækni. Þannig er hægt að prófa og máta og deila með öðrum glæsilegri hönnun. Notendur geta valið sófa, hægindastóla, stofuborð eða aðrar IKEA vörur í þrívídd og stillt þeim upp heima, á skrifstofunni eða hvar sem er.