![Emmanuelle Simon er ættuð frá ísrael, en er fædd og uppalin í Frakklandi. Hún starfar sem arkitekt og innanhúshönnuður í dag.]()
Emmanuelle Simon er einn áhugaverðasti innanhúsarkitektinn um þessar mundir. Hún er fædd í Suður-Frakklandi og er að byrja að vekja athygli fyrir einfalda og fallega hönnun þar sem smáatriðin eru aðalatriðið. Tímalaus hönnun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.