![Hér má sjá lampann úr Synfonisk-línunni. Neðri parturinn er hátalari og efri parturinn er ljós.]()
Sænska móðurskipið IKEA kynnti nýjungar sínar á Democratic Design Days í Almhult í Svíþjóð á dögunum. Sjálfbærni, nýting á plássi og upplifun eru í forgrunni hjá þessu stóra fyrirtæki án þess að tapa þeim eiginleikum að gera heimilið fallegra. Ein af stærstu fréttunum er samstarf IKEA og Sonos.