![Tinna Brá Baldvinsdóttir í Hrím.]()
„Með blóði, svita og tárum hef ég rekið Hrím hönnunarhús á Laugvegi í 8 ár. Í dag er staðan sú að við erum að loka þeirri verslun endanlega. Ég er ekkert að grínast þegar ég hef kallað Hrím barnið mitt, búðin á Laugavegi varð svo miðjubarnið þegar Hrím var opnað í Kringlunni 2015,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi Hríms, en hún tilkynnti það á Facebook að hún ætlaði að loka búðinni.