![Fallegur nýr stigi setur svip á gamla húsið á Grettisgötunni.]()
Vigdís Ólafsdóttir innanhússhönnuður keypti einbýlishús á Grettisgötu með frænda sínum, Ásgeiri Arnóri Stefánssyni. Húsið var komið til ára sinna og það tók þau eitt og hálft ár að taka húsið í gegn en þau skiptu nánast um hverja einustu skrúfu í húsinu.