![Margrét Elín Ólafsdóttir.]()
Margrét Elín Ólafsdóttir, eiginmaður hennar og tveir synir fluttu inn á notalega heimilið sitt í fyrrasumar eftir að hafa búið erlendis í níu ár. Þau hafa smátt og smátt verið að gera heimlið upp síðan þau fluttu inn og núna seinast tóku þau eldhúsið í gegn. „Við byrjuðum á því að mála allt og slípa parketið áður en við fluttum inn. Síðan erum við búin að taka baðherbergið og eldhúsið alveg í gegn með hjálp Helenu Björgvinsdóttur, vinkonu minnar. Hún er arkitekt og algjör snillingur í að hanna rými og koma með góðar hugmyndir,“ útskýrir Margrét.