Við Kvisthaga 12 í 107 Reykjavík stendur glæsilegt 399 fm hús með sundlaug. Íbúar hússins eru hjónin Sveinn R. Eyjólfsson fyrrverandi blaðaútgefandi og Auður Sigríður Eydal. Hún er skráð fyrir fasteigninni.
Það getur verið snúið að ákveða hversu mörg handklæði eiga að vera til á einu heimili. Eru 20 handklæði, 10 handa-handklæði og 20 þvottapokar of mikið fyrir tveggja manna heimili?
„Mig langar að benda ykkur á ódýra og plásslitla lausn fyrir föt. Hún sést á myndinni og er sáraeinföld: Leðurólar eru festar í loftið á krókum og í þeim hangir trjágrein í passlegri breidd, nánast eins og náttúran skapaði hana.“
Við Hafraþing í Kópavogi hefur fjölskylda hreiðrað um sig í 181 fm raðhúsi. Arkitektinn Björgvin Snæbjörnsson teiknaði húsið en allar innréttingar eru teiknaðar af Thelmu Guðmundsdóttur innanhússarkitekt.
Það þarf ekki endilega að kaupa mjög mikið af einhverju fyrir mikla peninga til þess að gera heimilið flottara. Stundum þarf einfaldlega að losa sig við nokkra hluti.
Bryndís Hagan Torfadóttir hefur flutt um það bil 50 sinnum og er löngu orðin vön að pakka ofan í kassa. Stundum notar hún flutningana til að grisja og gefa frá sér.