![Mammoth stólarnir koma einstaklega vel út.]()
Veitingastaðurinn Strikið á Akureyri var endurhannaður á dögunum. Mjúkir litir ráða nú ríkjum á staðnum. Hönnunin er töluvert skandinavísk og er mikið lagt upp úr góðri lýsingu. Leifur Welding sá um endurhönnunina á Strikinu. Staðnum var lokað þann 2. janúar og hann opnaður aftur 16. janúar. Það þykir mikið afrek að það hafi tekist.