![Innanhússhönnuðurinn Linda Levene er ekki hrifin af stórum sjónvörpum.]()
Hinn sjálfskipaði sérfræðingur í siðareglum, William Hanson, skrifaði nýlega grein í dagblaðið Daily Mail þar sem hann listaði stór sjónvörp með þeim 12 hlutum sem smekklegt fólk ætti aldrei að eiga. Á listann rötuðu reyndar ýmsir aðrir hlutir, líkt og heitir pottar og amerískir ísskápar.