![Eldhúsið er með hvítri sprautulakkaðri innréttingu.]()
Við Hraunteig í Reykjavík stendur ákaflega glæsileg íbúð í húsi sem byggt var 1949. Sjálf hæðin er 138 fm og var íbúðin endurnýjuð mikið fyrir nokkrum árum. Hvíti liturinn er notaður á heillandi hátt í íbúðinni. Allar innréttingar eru hvítar sprautulakkaðar og veggirnir eru málaðir í ljósgráum tónum.