![Skötuhjúin festu kaup á glæsihýsi á Spáni fyrr í sumar.]()
Hjónaskilnaður stórstjarnanna Brad Pitt og Angelinu Jolie er að setja allt á hliðina, en leikkonan sótti um skilnað frá Pitt á mánudaginn. Um fátt annað hefur verið rætt í fjölmiðlum, enda skilnaðurinn fremur óvæntur. Jolie og Pitt hafa verið saman í tólf ár, og þar af gift í tvö. Þau eiga saman sex börn, og eru sannkallaðir heimsborgarar, enda hafa þau átt hús út um allar trissur.