![]()
Nýr veruleiki blasir við mörgum þessa dagana með auknum tíma heima við, sérstaklega fyrir þá sem ekki hafa tök á að vinna heiman frá. Margir nota tímann til að taka til hendinni og losa sig við óþarfa dót sem hefur safnast fyrir. En hvernig væri að við þyrftum ekki að fara í átök í að taka til og gætum jafnframt stytt tímann sem fer í heimilisverkin, eytt sóun og skipulagt flæðið á heimilum betur fyrir alla á heimilinu?