![]()
Við Mývatn stendur nýjasta Icelandair-hótelið, Icelandair hótel Mývatn, sem opnað var í júlí 2018. Arkitektinn Björgvin Snæbjörnsson hjá Apparat hannaði hótelið, en hann hefur starfað um árabil með Icelandair. Hann hannaði til dæmis Canopy Reykjavík hótelið sem stendur við Hverfisgötu.