![Þýski maðurinn kom bókahillum og rúmi fyrir í stofunni sinni með skemmtilegri lausn.]()
Á heimasíðunni Ikeahackers má finna myndir og útskýringar frá fólki sem hefur notað ýmis húsgögn frá Ikea á óvenjulegan hátt. Það er greinilega hægt að útfæra húsgögnin frá Ikea á ótal vegu. Hérna er til dæmis maður frá Þýskalandi sem notaði tvær BILLY–hillur frá Ikea til að fela FLELLSE-rúmið sitt.