![Eldhúsið er vel skipulagt og huggulegt.]()
Við Móvað í Reykjavík stendur glæsilegt 219 fm einbýli sem byggt var 2005. Húsið er einstaklega smekklega innréttað á vandaðan og huggulegan hátt. Dönsk hönnun er nokkuð áberandi í húsinu en þar má sjá ljós frá hinum þekkta Louis Paulsen, bæði hangandi og á vegg.