![Hönnuðurinn Sveinbjörg Hallgrímsdóttir var að setja á markað ný „söguteppi“, þau koma í fjórum litum.]()
Myndlistakonan og hönnuðurinn Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, konan á bakvið hönnunarfyrirtækið Sveinbjörg, er þessa dagana að kynna spennandi nýjungar sem voru að bætast við vörulínu fyrirtækisins. Sveinbjörg stofnaði fyrirtækið árið 2007 og hefur reksturinn gengið vonum framar þrátt fyrir efnahagsáfallið sem reið yfir árið 2008 og hefði auðveldlega getað lamað reksturinn. Þess í stað tóku Íslendingar ástfóstri við þrestina hennar og hrafna og í dag starfa fjórir starfsmenn hjá fyrirtækinu.