![Í stofunni eru hvít leðurhúsögn.]()
Halldór Ólafsson eigandi eins vinsælasta skemmtistaðar landsins, Loftsins, hefur sett glæsilega penthouse-íbúð sína á sölu. Íbúðin er 220 fm að stærð og stendur í húsi sem byggt var 2007. Allar innréttingar eru annaðhvort svartar sprautulakkaðar eða hvítar. Á gólfunum eru bæði parket og flísar og tónar þetta allt saman ákaflega vel saman.