![Þetta er íbúðin sem veitti E.L. James innblástur.]()
Þessi glæsilega 480 fermetra íbúð í Seattle er til sölu á upphæð sem nemur um einum milljarði króna. Það væri kannski ekki frásögu færandi nema fyrir það að þetta er íbúðin sem veitti höfund bókanna Fifty Shades of Grey innblástur þegar hún skrifaði um íbúð Christian Grey, aðalpersónu sögunnar.