![]()
Náttúrufegurðin gerist ekki mikið meiri en í kringum Gróttu á Seltjarnarnesi þar sem hafið blasir við í allri sinni dýrð. Við Gróttu stendur sögufrægt einbýlishús sem kallast Ráðagerði. Það er 241 fm að stærð en samkvæmt manntali frá 1703 var húsið hjáleiga frá Nesi með litlum túnbletti þar sem fóðra mátti tvær kýr. Samkvæmt þjóðskrá var húsið þó byggt 1890.