![Sara Dögg Guðjónsdóttir innanhússhönnuður.]()
Innanhússhönnuðurinn Sara Dögg Guðjónsdóttir er sérlega fær þegar kemur að litavali inn á heimilið. Hún segir að litapallettan sé að breytast mikið og nefnir að þessi kaldi grái tónn sem hefur verið svo vinsæll á heimilum landsmanna sé að víkja fyrir hlýrri tónum. Sara Dögg er með litaráðgjöf í Slippfélaginu í tilefni af litadögum en svo er hún líka önnum kafin í sínum eigin verkefnum.