![]()
Við Grundarland í Fossvogi stendur 280 fm einbýli sem byggt var 1968. Búið er að taka húsið hraustlega í gegn. Þar er til dæmis splunkunýtt eldhús með fjórum Miele-ofnum og ljósri steinborðplötu. Í eldhúsinu er gott skápapláss og nóg af vinnuplássi. Viftan er staðsett í loftinu og því ekki að þvælast fyrir í daglegu amstri.