![Eldhúsið býr yfir miklum sjarma. Takið eftir hvernig flísarnar mætast og hvernig eyjan er uppbyggð.]()
Hjörtu innréttinga-perverta eiga það til að taka aukaslag þegar þeir rekast á heimili sem gleðja augað. Í þessu heimili í Melbourne í Ástralíu er sko á nægu að taka. Hér er ekkert herbergi, ekkert skúmaskot né rými sem ekki stenst kröfur þessa vandaða hóps.