![Dögg tók málin í sínar hendur þegar framleiðandinn klikkaði.]()
„Nýja línan mín heitir Roots eða Rætur og nafnið vísar í uppruna minn og íslensku náttúruna og formin,“ segir hönnuðurinn Dögg Guðmundsdóttir sem býr og starfar í Danmörku og hefur verið búsett erlendis 25 ár. Dögg mun sýna Roots-línuna á HönnunarMars í ár en þetta mun vera fyrsta línan sem hún setur sjálf á markað undir eigin nafni sem framleiðandi.