![Ragna Sara Jónsdóttir.]()
Ragna Sara Jónsdóttir hefur mikinn áhuga á umhverfismálum og mannréttinum og hefur látið til sín taka á þeim sviðum. Nú hefur hún sameinað áhugamál sín með hönnunarmerkinu FÓLK sem býður upp á vörur fyrir heimilið. Þegar ég spyr hana út í FÓLK kemur í ljós að hún hefur unnið með ólíkum hönnuðum til að láta drauma rætast.